Bókin mín - Kennsluleiðbeiningar fyrir yngsta stig
Bókin mín - Kennsluleiðbeiningar fyrir yngsta stig
Verð
1.700 kr.
Verð
Útsöluverð
1.700 kr.
Einingaverð
/
á
Þetta þema samanstendur af 29 námseiningum í fimm hlutum. Fyrsti hlutinn fjallar um uppsetningu bókarinnar, vinnubrögð og birtingu. Í öðrum hluta Að smíða sögu læra nemendur að skrifa í skrefum, allt frá beinagrind að flutningi. Næst kemur Ég um mig þar sem verkefnin snúast um sjálfsþekkingu og persónusögu. Í fjórða hlutanum Samfélagi og umhverfi skoða nemendur sitt nánasta umhverfi og samfélagið sem við búum í. Fimmti og síðasti hlutinn er Hugarflug þar sem ímyndunarafl og sköpunarkraftur nemenda fá að njóta sín.
- Áætluð lengd: Heildartímafjöldi getur verið til dæmis 2x2 kennslustundir á viku í 8 vikur eða 32 tímar.. Það er auðvelt að fara dýpra í verkefni og nota meiri tíma í hvert þeirra. Þannig má til dæmis gefa þemanu fasta tíma í töflu nemenda í eina önn eða heilt skólaár. Sumar námseiningar má gjarna vinna með í nokkrar kennslustundir. Mikilvægt er að kennarar lesi öll verkefni vel í gegn og geri þær breytingar sem henta hverju sinni. Þetta þema gefur kost á margvíslegum útfærslum. Nemendur geta til dæmis valið tvö eða fleiri verkefni úr hverjum flokki og sett þau saman í eina bók eða skjal, sem yrði þá eigulegur afrakstur þemans. Kennari getur líka tekið ákveðin verkefni fyrir, þannig að allur bekkurinn leysi sama verkefni á sama tíma. Það má einnig nota verkefnin sem aukaverkefni og/eða valverkefni í tengslum við aðra vinnu.
- Námsgreinar: Íslenska, lykilhæfni, list- og verkgreinar, samfélagsgreinar.
- Miðstig: Þetta þemaverkefni er skrifað fyrir miðstig. Verkefnin má þó auðveldlega vinna með yngri eða eldri nemendum, með því að uppfæra hæfniviðmiðin og aðlaga viðfangsefnin. Nemendur geta einnig unnið verkefnin á öðrum tungumálum en íslensku. Þá þarf kennari laga hæfniviðmiðin að því.