Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli (heill dagur).
Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli (heill dagur).
Afhending ekki fyrir hendi
- Heiti: Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli.
- Lengd: Heill dagur.
- Staðsetning: Fjarnámskeið eða staðnámskeið.
Markmið námskeiðs/starfsdags:
- Aðalmarkmiðið er að skilgreina hvað felst í góðu skólastarfi, með áherslu á persónumiðað skólastarf fyrir öll börn.
- Að styðja við faglega þróun kennara í samræmi við áherslur Menntastefnu Íslands til 2030 og Aðalnámskrár grunnskóla.
- Efla hæfni kennara til að skapa lýðræðislegt og farsælt skólasamfélag þar sem menntun miðar að heildrænni velferð barna og ungmenna.
- Að nýta nýjustu rannsóknir og stefnumörkun á sviði menntunar í hagnýtu skólastarfi.
- Að efla lærdómssamfélög með áherslu á samvinnu, ígrundun og þróun skólastarfs.
Inntak og fyrirkomulag: Námskeiðið hefst á fræðsluerindi þar sem kynntar verða áherslur þess, nýjustu rannsóknarniðurstöður og hagnýt nálgun á innleiðingu gæðastarfs í skólum.
Einnig verður fjallað ítarlega um inntak og skipulag náms og kennslu. Lögð verður áhersla á gæði kennslu, námsvitund, ábyrgð og þátttöku nemenda, væntingar til náms og leiðir til að þróa kennsluhætti og bæta gæði náms og kennslu. Þátttakendur munu einnig kynnast hagnýtum leiðum til að nýta sér innra mat og umbætur í skólastarfi.
Eftir fræðsluerindið er hópnum skipt niður svo þátttakendur geti tengt efnið við eigið starfsumhverfi, greint styrkleika í starfi sínu og fundið tækifæri til umbóta.
Styrkur
- Kennarar geta sótt um styrk til Kí
- Kennarar geta skráð námskeiðið sem persónulega endurmenntun og fengið sérstakt viðurkenningarskjal með staðfestingu á hæfni
Kennarar á námskeiðum Ásgarðs
Anna María Þorkelsdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og sérfræðingur í leiðsagnarnámi og upplýsingatækni.
Kristrún Lind Birgisdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og framkvæmdastjóri.
Tinna Björk Pálsdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og sérfræðingur í leiðsagnarnámi og upplýsingatækni.
Deila
