Sleppa vöruupplýsingum
1 af 1

Hver er ég - Kennsluleiðbeiningar fyrir unglingastig

Hver er ég - Kennsluleiðbeiningar fyrir unglingastig

Verð 1.700 kr.
Verð Útsöluverð 1.700 kr.
Útsala Uppselt
Virðisaukaskattur innifalinn ef við á Sendingarkostnaður reiknast út frá magni ef við á

Heilbrigði og velferð - Unglingastig

Áætluð lengd: 10 til 20 kennslustundir 

Námsgreinar: Lykilhæfni, íslenska, samfélagsfræði, náttúrufræði, upplýsinga- og tæknimennt og list- og verkgreinar. 

Unglingastig: Þetta þemaverkefni er skrifað fyrir unglingastig. Verkefnið má þó auðveldlega vinna með yngri nemendum, með því að uppfæra hæfniviðmið og aðlaga viðfangsefni. Þetta skjal er breytanlegt og kennarar eru hvattir til að aðlaga framsetningu eftir því sem við á.  

Námsmarkmið: Að nemendur þekki sig sjálfa sem þátttakendur í lærdómssamfélagi, læri að setja sér markmið og borið ábyrgð á eigin námi. 

Hver er ég? Hvað finnst mér mikilvægt? Hverju stefni ég að? Í þessu þema líta nemendur inn á við og velta fyrir sér stórum spurningum um sig, námið, markmið og fyrirmyndir. Þemað er jafnframt ritunarverkefni þar sem nemendur skrifa heila bók um sig. Nemendur halda utan um vinnu sína í vinnuskjali og velja hvernig þeir vilja hann bókina og setja hana upp. Námsefnið er sett fram sem efni eða amboð. Nemendur geta líka valið sér sitt eigið efni eða ítarefni. Allt þemað er óháð ákveðnu námsefni. Gott er að kennarar taki til það námsefni sem til er í skólanum og leggi fram, svo það sé aðgengilegt nemendum í kennslustofunni.
Skoða allar upplýsingar