Sleppa vöruupplýsingum
1 af 1

Kenndu mér áhugasviðsverkefni - Kennsluleiðbeiningar fyrir yngsta stig

Kenndu mér áhugasviðsverkefni - Kennsluleiðbeiningar fyrir yngsta stig

Verð 1.700 kr.
Verð Útsöluverð 1.700 kr.
Útsala Uppselt
Virðisaukaskattur innifalinn ef við á Sendingarkostnaður reiknast út frá magni ef við á

Þetta þemaverkefni er góð leið til þess að koma krökkum af stað með áhugasviðsvinnu, efla sjálfstraust þeirra og kenna þeim vönduð vinnubrögð.

Viðfangsefnin sem nemendur velja skipta í raun engu máli. Nemandinn velur eitthvað sem hann kann og býr til kynningu og kennsluefni (bækling eða veggspjald).

Nemendur halda utan um vinnu sína í stílabók sem með tímanum myndar feril verkefnisins frá hugmynd að lokaafurð.

Það er mjög mikilvægt að kennari kynni sér ferlið áður en lagt er af stað, fylgi því og haldi því að nemendum.

Ferlið sjálft er ekki síður mikilvægt en útkoman (þ.e. kennslan og kennslugögnin).

Kenndu mér er heildstætt ferli. Ef kennarar ákveða að gera breytingar á ferlinu þá er gott að renna yfir alla liði áður en einstökum verkefnum er breytt, svo samhengi og röð aðgerða haldið rökrétt.

Áætluð lengd: Nemendur ákveða umfang og lengd verkefnisins,

Grunnþáttur: Sköpun og læsi auk annarra, allt eftir viðfangsefnum nemenda.

Námsgreinar: Lykilhæfni, íslenska, samfélagsgreinar, UT og fleira, allt eftir áherslum nemenda.

Stig: Yngsta stig

Námsmarkmið: Nemendur læra að búa til leiðbeiningar og miðla þekkingu sinni. Í ferlinu þjálfast nemendur meðal annars í góðum og skipulögðum vinnubrögðum, styrkja samvinnu í hópnum og efla sjálfstraust.

 

Skoða allar upplýsingar