Landslið á ferð og flugi - Spennandi verkefni fyrir unglingastig
Landslið á ferð og flugi - Spennandi verkefni fyrir unglingastig
Mjög spennandi þema þar sem nemendur skipuleggja keppnisferðalag landsliðs eða einstaklings að eigin vali. Í þemanu útbúa nemendur meðal annars ítarlega ferðaáætlun, reikna út kostnað, halda utan um hann í töflureikni, skrifa ferðasöguna og halda kynningu. Nemendur velja hvort þeir vilja vinna í hóp eða ekki.
Í þessu þema er gert ráð fyrir því að nemendur vinni með landslið eða afreksfólk í íþróttum. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu að nemendur velji afreksfólk af öðru tagi. Það má til dæmis skipuleggja kórferðalag, ferðalag hljómsveitar eða annað.
Í lokin eru öll verkefni þemans sett upp á sýningu og metin af sérstakri matsnefnd. Kennari þarf að ákveða tímanlega, gjarna með nemendum, hverjir eiga að sitja í matsnefndinni og hafa samband við viðkomandi. Matsnefndin notar eyðublaðið Lokamat - Matskvarðar fyrir matsnefnd sem er í amboðum.
Það þarf einnig að huga tímanlega að gestalista fyrir kynninguna í lokin.
Hæfniviðmið: 25
Verkefni: 11