Lykillinn. Fáanlegt sem sarfsdagur
Lykillinn. Fáanlegt sem sarfsdagur
Viltu efla þig í starfi, fá innblástur og hagnýtar hugmyndir sem hægt er að nota strax í kennslu? Viltu styrkja þekkingu þína á leiðsagnarnámi og samþættingu verkefna? Viltu slá tvær flugur í einu höggi með því að koma á námskeið þar sem þú undirbýrð kennsluna í leiðinni? Þá eru námskeiðin okkar fyrir þig.
Á námskeiðum Ásgarðs fá kennarar tækifæri til að kynna sér gæðarýnd þemaverkefni og verkefnapakka sem hafa lykilhæfni að leiðarljósi. Hvert skref er vandlega skipulagt og hvert viðfangsefni útskýrt ítarlega með skýrum námsmarkmiðum, viðmiðum um árangur og hugmyndum að bókum og kennslutækjum. Með námskeiðunum spara kennarar sér gríðarlega mikinn undirbúningstíma og samþætta starfsþróun og undirbúning kennslu. Kennarar læra jafnframt að gæðarýna eigin verkefni og aðlaga samþættingarverkefni að aldri nemenda og aðstæðum í hverjum skóla.
Fyrirkomulag
- Námskeiðin fara fram á netinu í tvo klukkutíma í senn.
- Í fyrri hlutanum er eðli og innihald þemapakkanna kynnt, ásamt leiðum til að laga þá að hverjum skóla eða nemendahópi fyrir sig.
- Í seinni hlutanum er fyrirlestur um gæðarýni og leitast við að leysa vandamál sem upp hafa komið í kennslunni og miðla góðum hugmyndum áframi.
- Ítarlegur þemaverkefnipakki fyrir yngsta, mið og unglingastig fylgja með. Breytanleg skjöl með ítarlegum kennsluáætlunum sem auðvelda kennurum að laga kennsluna að þörfum og aðstæðum hverju sinni.
Dagsetningar
29. janúar. Kl. 14.00 til 16.00
26. febrúar. Kl. 14.00 til 16.00
Á þessu hagnýta námskeiði læra kennarar að nota þemaverkefnið Lykilinn sem er samþætt þemaverkefni sem inniheldur einnig stórt einstaklingsverkefni þar sem nemendur fara í gegnum hönnunarferli til að búa til afurð að eigin vali.
Í námsferlinu skrifa nemendur fréttir og vinna sérfræðingaverkefni sem snúast um grunnþáttinn sköpun. Þeir fara í gegnum hönnunarferli og vinna eitt stórt einstaklingsverkefni þar sem nemendur geta stofnað fyrirtæki eða samtök út frá hugmyndum sínum.
Í fyrsta hluta þemans fjalla nemendur um hugtökin lýðræði og mannréttindi, læra að skrifa fréttir og ljúka ferlinu með blaðaútgáfu. Næsti hluti einkennist af upphitunarverkefnum fyrir hönnunarhugsun þar sem nemendur búa til leikþátt og vinna með textíl. Þriðji hlutinn er sjálfur Lykillinn, stórt einstaklingsverkefni sem samanstendur af 12 verkefnum þar sem nemendur grípa til aðgerða til að efla mannréttindi í heiminum. Nemendur ákveða viðfangsefnið, gera verk- og tímaáætlun, ákveða hverja þeir þurfa að fá til liðs við sig til að verkefnið verði að veruleika, ígrunda vinnuna og skrifa ítarlega skýrslu. Í lokin halda nemendur kynningu á verkefninu sínu, lýsa ferlinu og útskýra hvernig hægt er að ljúka því. Eins konar matsnefnd metur verkefnið út frá verkefnalýsingu sem nemendur hafa sjálfir útbúið. Í Lyklinum er ferlið aðalatriðið og í sjálfu sér geta nemendur stjórnað viðfangsefnum sínum sjálfir. Einstaklingsverkefnið Lykillinn getur verið viðfangsefni sem nær yfir langan tíma, allt upp í heila önn. Lyklinum fylgir Fyrirtækjaverkefni fyrir þá nemendur sem vilja skapa vörur sem mögulegt er að markaðssetja og stofna fyrirtæki um. Að lokum eru 7 valverkefni sem auðvelt er að laga að áhugasviðum nemenda og hægt er að nýta eftir þörfum.
- Verkefnin eru þrjátíu og sex þar af er átta valverkefni og eitt STEAM verkefni.
- Hæfniviðmiðin sem liggja að baki eru hundrað þrjátíu og sjö.
- Tími: Lykillinn er þemaverkefni sem getur náð yfir heilan vetur af vinnu sé það tekið sem ein heild með nemendum eða í minni ferlum yfir styttri tíma. Þemað sparar kennurum gríðarlega mikinn undirbúningstíma!
- Námsgreinar: íslensku, enska list- og verkgreinum, lykilhæfni, náttúrugreinar, samfélagsgreinar, stærðfræði og upplýsinga- og tæknimennt.
- Námsmarkmið og viðmið um árangur: Öll verkefni þemans eru tengd hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju verkefni fylgja námsmarkmið og ítarleg viðmið um árangur fyrir nemendur.
-
Grunnþættir: Verkefnaferlið er unnið út frá grunnþættinum lýðræði og mannréttindi en verkefnin uppfylla einnig markmið grunnþáttanna læsis og sköpunar.
Markmið námskeiðsins
Markmið námskeiðsins byggja á reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla.
- Festa í sessi starfshætti leiðsagnarnáms og samþættingu námsgreina.
- Efla færni kennara til að mæta betur námslegum þörfum ólíkra nemenda.
- Efla færni til að nýta árangursríkar aðferðir sem hafa jákvæð áhrif á hegðun, líðan og félagsfærni barna og stuðla að farsæld þeirra.
- Efla færni í að aðlaga inntak náms- og greinasviða í samræmi við aldur, þroska og þarfir nemenda.
- Efla færni til að nýta stafræna tækni og lykilhæfni í kennslu.
- Efla færni til að setja viðeigandi námsmarkmið með nemendum og styðja við framfarir þeirra í námi.
- Efla færni til að nýta gagnreyndar aðferðir við kennslu.
- Efla færni kennara til að nýta sveigjanlega náms- og kennsluhætti sem örva þroska og efla áhuga nemenda.
- Efla færni kennara til að nýta árangursríkar aðferðir sem stuðla að lýðræðislegri þátttöku allra nemenda og auka áhrif þeirra á eigið nám.
Styrkur
- Kennarar geta sótt um styrk til Kí
- Kennarar geta skráð námskeiðið sem persónulega endurmenntun og fengið sérstakt viðurkenningarskjal með staðfestingu á hæfni
Kennarar á námskeiðum Ásgarðs
Anna María Þorkelsdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfnundur og sérfræðingur í leiðsagnarnámi og upplýsingatækni
Kristrún Lind Birgisdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og framkvæmdastjóri
Tinna Björk Pálsdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfnundur og sérfræðingur í leiðsagnarnámi og upplýsingatækni
--------------
**Þetta námskeið er einnig fáanlegt sem námskeið fyrir starfsdaga. Hentar vel sem hálfur eða heill dagur fer eftir stærð skóla. Vinsamlegast hafið samband við Önnu Maríu annamaria@ais.is eða Kristrúnu kristrun@ais.is