Sleppa vöruupplýsingum
1 af 1

Betra líf - Kennsluleiðbeiningar fyrir yngsta stig

Betra líf - Kennsluleiðbeiningar fyrir yngsta stig

Verð 1.700 kr.
Verð Útsöluverð 1.700 kr.
Útsala Uppselt
Virðisaukaskattur innifalinn ef við á Sendingarkostnaður reiknast út frá magni ef við á

Betra líf er þemaverkefni þar sem nemendur útbúa líkan af samfélagi eða þjóðfélagi þar sem áhersla er lögð á heilbrigði og velferð íbúanna. Í þessu tilbúna samfélagi eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálinn í hávegum höfð. Námsferlið er 22 námseiningar í tveimur meginhlutum sem hægt er að taka fyrir í einu samfelldu þema eða skipta upp fleiri verkefni. Í fyrri hlutanum eru nemendur að vinna með hugtök sem þeir eiga svo að beita þegar þeir hanna sitt eigið líkan af réttlátu og heilbrigðu samfélagi. Þemað endar með sýningu á samfélaginu þar sem hóparnir kynna verkefnin og nota hugtökin sem nemendur hafa tileinkað sér. Sex námseiningar eru sjálfstæð valverkefni. 

  • Áætluð lengd: Heildartímafjöldi getur verið til dæmis 2x2 kennslustundir á viku í 6 vikur eða 24 tímar. Það er auðvelt að fara dýpra í verkefni og nota þannig meiri tíma í hvert þeirra. Þannig má til dæmis gefa þemaverkefninu fasta tíma í töflu nemenda í eina önn eða heilt skólaár, vinna með eina námseiningu í nokkrar kennslustundir, eða taka út einstaka verkefni og vinna bara með þau. Mikilvægt er að kennarar lesi þemaverkefnið vel í gegn og geri þær breytingar sem henta hverju sinni.
  • Námsgreinar: Íslenska, list- og verkgreinar, lykilhæfni, náttúrugreinar, samfélagsgreinar, stærðfræði, upplýsinga- og tæknimennt. Námsgreinarnar eru samþættar í námsferlinu og STEM verkefni fylgir svo með viðbótarverkefnunum í lokin.
  • Yngsta stig: Þetta þemaverkefni er skrifað fyrir yngsta stig. Megináhersla þessa verkefnis er þjálfun í frumkvöðla- og nýsköpunarhugsun. Skyld verkefnið eru til fyrir mið- og unglingastig.  Þannig geta öll stig skólans tekið þátt í verkefninu og endað það á einni stórri sýningu.

Fyrirkomulag náms nemenda í þemaverkefninu Betra líf byggir að mestu á samvinnunámi (e. Cooperative learning). Markmiðið er að nýta samvinnuna til þess að styrkja félagsfærni, efla samkennd og auka virðingu fyrir samnemendum. Í þemaverkefninu Betra líf er búið að útfæra dæmi um námsferlið í þemaverkefninu og byggja samvinnuna þar inn í. Kennurum er falið að útfæra hópaskiptinguna á fjölbreyttan hátt. Forþekkingarverkefni eru oft einstaklingsverkefni en í kjölfarið hefst samvinna og frekari útfærsla á hverju viðfangsefni fyrir sig. Í námsferlinu gera nemendur sína eigin verkefnalýsingu og setja sér viðmið um árangur sem þeir nota til að máta afurðina sína við og vinna þannig með kennaranum að lokamati á þemaverkefninu. Hæfniviðmið og viðmið um árangur nemenda hafa verið sett við hvert verkefni inni í námsferlinu. Hægt er að meta hvern þátt um leið og hann hefur verið unninn. 

Nemendur halda utan um vinnu sína í verkdagbók sem myndar ferilmöppu verkefnisins frá hugmynd að lokaafurð. Þar sem um unga nemendur er að ræða ákveða kennarar form verkdagbókarinnar. 

Stóra samvinnuverkefnið - það að búa til líkan af samfélagi/þjóðfélagi byggir á Landnámsaðferð Herdísar Egilsdóttur. Þó er ekki skilyrði að þjóð verði til. Nemendur mega líka skapa minni samfélög. Lögð er áhersla á að verkefnaskil nemenda séu fjölbreytt og á þeirra forsendum. Í gegnum námsferlið í þemaverkefninu taka nemendur oft þátt í umræðum, draga saman aðalatriði og kynna niðurstöður. Við lok námsferlisins skipuleggja þeir stóra kynningu á þemaverkefninu og bjóða gestum. 

Skoða allar upplýsingar