Sleppa vöruupplýsingum
1 af 1

30 námsveggir - Hagnýtt námskeið sem hentar meðal annars vel á starfsdegi kennara (heill dagur).

30 námsveggir - Hagnýtt námskeið sem hentar meðal annars vel á starfsdegi kennara (heill dagur).

Verð 119.350 kr.
Verð Útsöluverð 119.350 kr.
Útsala Uppselt
Virðisaukaskattur innifalinn ef við á Sendingarkostnaður reiknast út frá magni ef við á

Námsveggir eru mikilvægar námsstoðir. Tilgangur þeirra er að auka sjálfstæði nemenda og ramma inn nám og kennslu. Á námskeiðinu er sérstaklega farið yfir hvernig nemendur geta tekið þátt í að byggja upp námsveggi og stýra námi sínu. 

Námsveggir varða leiðina að skýrum námsmarkmiðum og hjálpa bæði kennurum og nemendum að efla leiðsagnarnám í kennslustofunni á skemmtilegan og sjónrænan hátt. Á námskeiðinu er sérstaklega farið yfir mjög einfalda námsveggi sem gott er að byrja á, út frá viðfangsefnum sem kennarar þekkja og eiga auðvelt með að byggja ofan á.

Á námskeiðinu eru gefin dæmi um 30 tegundir námsveggja sem kennarar geta nýtt í starfi sínu, hvort sem um er að ræða samþættar námsgreinar, list- og verkgreinar, íþróttir eða hvaða nám sem er á öllum skólastigum. 

Dæmin sem fjallað er um á námskeiðinu miðast aðallega við leiðsagnarnám.  Námsveggirnir skiptast í tvö meginþemu, þ.e. námsveggi sem vaxa með nemendum og námsveggi sem stýra námi. Einnig verður farið yfir algeng mistök við notkun námsveggja og hvernig bæta má námsveggi sem hafa staðnað. 

Á námskeiðinu útbúa kennarar sína eigin námsveggi og deila þeim með öðrum kennurum á námskeiðinu. Þátttakendur rýna í og bæta námsveggina sína saman. Á seinni hluta námskeiðsins segja kennarar frá því hvernig gekk að nýta námsveggina í kennslu og deila reynslu sinni með öðrum. Þannig er afrakstur námskeiðsins námsveggir sem nýtast beint í skólastarfinu. 

Á námskeiðinu er stuðlað að því að efla gæði skólastarfsins. Helstu gæðaviðmið MMS um gæðastarf í grunnskólum sem tengjast viðfangsefninu eru: 

  • Viðmið um árangur sem tengjast námsgreinum og lykilhæfni eru skráð og öllum aðgengileg.
  • Nemendur gera sér grein fyrir þeim hæfniviðmiðum og leiðum sem þeir þurfa að vinna að til að ná markmiðum sínum og árangri í námsverkefnum. 
  • Nemendum er gerð grein fyrir markmiðum kennslustunda og verkefna. 
  • Í námsumhverfi nemenda eru sjónrænar stoðir nýttar til stuðnings við nám, t.d. námsveggir, myndrænt dagskipulag, tölur, stafir og leiðbeiningar.
  • Verk nemenda eru sýnileg og eru hluti af menningu grunnskólans.
  • Nemendur gera sér grein fyrir þeim hæfniviðmiðum og leiðum sem þeir þurfa að vinna að til að ná markmiðum sínum og árangri í námsverkefnum. 
  • Nemendur þjálfast í að meta eigið nám, vinnu og námsframvindu. 

Styrkur

  • Kennarar geta sótt um styrk til KÍ. 
  • Kennarar geta skráð námskeiðið sem persónulega endurmenntun og fengið sérstakt viðurkenningarskjal með staðfestingu á hæfni.

Kennarar á námskeiðum Ásgarðs   

Anna María Þorkelsdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og sérfræðingur í leiðsagnarnámi og upplýsingatækni. 

Kristrún Lind Birgisdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og framkvæmdastjóri.

Tinna Björk Pálsdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og sérfræðingur í leiðsagnarnámi og upplýsingatækni.

--------------

**Þetta námskeið getur verið net- eða staðnámskeið og er einnig fáanlegt sem heils dags námskeið fyrir starfsdaga. Vinsamlegast hafið samband við Önnu Maríu annamaria@ais.is eða Kristrúnu kristrun@ais.is 

Skoða allar upplýsingar