Fyrr og nú - Kennsluleiðbeiningar fyrir unglingastig
Fyrr og nú - Kennsluleiðbeiningar fyrir unglingastig
Áætluð lengd: 20 - 25 kennslustundir.
Grunnþættir: Læsi og sköpun.
Verkefnin eru fjórtán
Námsgreinar: Íslenska, lykilhæfni, samfélagsfræði, upplýsinga- og tæknimennt og list- og verkgreinar.
Miðstig: Þetta verkefni er skrifað fyrir unglingastig. Einnig eru til svipuð þemaverkefni fyrir mið- og yngsta stig. Þetta skjal er breytanlegt og kennarar eru hvattir til að aðlaga framsetningu eftir því sem við á.
Námsmarkmið: Meginmarkmið þessa þema eru að nemendur kynnist sögu landsins og átti sig á breytingum á íslensku samfélagi, að efla hæfni þeirra í ritun og heimildaöflun og að þjálfa nemendur í sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum
Fyrr og nú:
Fyrr og nú er samþætt þemaverkefni þar sem nemendur vinna í hópum eftir áhugasviði, afla heimilda, velta fyrir sér þróun íslensks samfélags og skrifa saman bók um sögu lands og þjóðar. Nemendur læra um sögu Íslands með því að rannsaka þróun lífshátta, lífskjara og aðstæðna. Kennarar geta skilgreint rannsóknarefnin fyrir fram eða leyft nemendum að velja viðfangsefni. Í verkefnapakkanum er stungið upp á samgöngum, húsnæði og aðbúnaði, fatnaði og fylgihlutum, mataræði, samskiptum og skemmtunum. Nemendur velja hvað þeir vilja kynna sér og vinna saman í sérfræðingahópum. Afrakstur hópavinnunnar er kafli í sameiginlega bekkjarbók. Í námsferlinu vinna nemendur með sögu landsins út frá ferlisritun og skrifa sameiginlega bók sem fjallar um það sem þeir hafa lært. Nemendur kynna einnig niðurstöður sína og gefa sér umsögn. Nemendur þjálfast í að geta heimilda og læra að setja upp heimildaskrá. Þetta námsferli getur hentað vinnu með hvaða land eða lönd sem er og í raun öll fyrirbæri sem hægt er að bera saman. Þetta verkefni má líka vinna á hvaða tungumáli sem er.
Nemendur vinna í hópum. Hver hópur heldur utan um vinnu sína í sameiginlegri verkdagbók. Námsefnið er sett fram sem efni eða amboð. Nemendur geta líka valið sér sitt eigið efni eða ítarefni. Allt þemað er óháð ákveðnu námsefni. Gott er að kennarar taki til það námsefni sem til er í skólanum og leggi fram, svo það sé aðgengilegt nemendum í kennslustofunni.