Sleppa vöruupplýsingum
1 af 1

Hrekkjavaka - Kennsluleiðbeiningar fyrir yngsta stig

Hrekkjavaka - Kennsluleiðbeiningar fyrir yngsta stig

Verð 1.700 kr.
Verð Útsöluverð 1.700 kr.
Útsala Uppselt
Virðisaukaskattur innifalinn ef við á Sendingarkostnaður reiknast út frá magni ef við á

Áætluð lengd: 10-16 kennslustundir.

Grunnþættir: Sköpun, læsi og sjálfbærni.

Námsgreinar: Enska, íslenska, list- og verkgreinar, lykilhæfni, samfélagsfræði og upplýsinga- og tæknimennt.

Miðstig: Þetta verkefni er skrifað fyrir yngsta stig. Einnig eru til svipuð verkefni fyrir mið- og unglingastig. Þetta skjal er breytanlegt og kennarar eru hvattir til að aðlaga framsetningu eftir því sem við á.

Námsmarkmið: Meginmarkmið þessa þema eru að þjálfa nemendur í sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum, efla enskukunnáttu þeirra, kynna þeim sögu hrekkjavökunnar, bæta lesskilning, styrkja sjálfstraust og bæta bekkjaranda og samheldni.

Í þessu þema fást nemendur við drauga, hrylling og fleira hræðilega skemmtilegt sem tengist hrekkjavökunni. Nemendur vinna meðal annars með texta á ensku og íslensku, búa til myndband, baka, skreyta og undirbúa skemmtun. Nemendur halda utan um vinnu sína í verkdagbók sem getur verið á pappír eða rafrænt. Námsefnið er sett fram sem efni eða amboð. Allt þemað er óháð ákveðnu námsefni. Í þessu verkefni er gert ráð fyrir að nemendur noti endurnýtt efni í skreytingar og búninga. Gott er að kennarar taki til það námsefni sem til er í skólanum og leggi fram, svo það sé aðgengilegt nemendum í kennslustofunni.

Skoða allar upplýsingar