Sleppa vöruupplýsingum
1 af 1

Hvað er góður skóli? Ráðstefna í Hofi 12. apríl 2024

Hvað er góður skóli? Ráðstefna í Hofi 12. apríl 2024

Verð 3.900 kr.
Verð Útsöluverð 3.900 kr.
Útsala Uppselt
Virðisaukaskattur innifalinn ef við á Sendingarkostnaður reiknast út frá magni ef við á

Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli 

Ráðstefna fyrir sveitastjórnarfólk, kennara, starfsfólk skóla, áhugafólk um skólastarf, foreldra og nemendur. Haldið í Hofi 12. apríl 2024, dagskráin hefst kl. 09.00

Nánari upplýsingar á Facebook viðburðinum hér.

Ráðstefna

Skólaráðgjafaþjónustan Ásgarður stendur fyrir ráðstefnunni. Á ráðstefnunni koma fram kennarar, skólastjórnendur, ráðgjafar og stjórnendur sveitarfélaga sem þekkja vel notkun gæðaviðmiða til þess að efla gæði skólastarfs. Hagnýt ráð og leiðbeiningar á mannamáli sem henta öllum sem vilja auka gæði nútíma skólastarfs. 

Þetta er einstakt tækifæri fyrir sérfræðinga, kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur til að koma saman og ræða gæði og mikilvægi menntunar í nútíma samfélagi.

Við hvetjum alla áhugasama um gott skólastarf í leik- og grunnskólum á Íslandi til að mæta og taka þátt í þessum mikilvægu samræðum. Skráning er opin á heimasíðu ráðstefnunnar og hægt er að finna frekari upplýsingar þar. 

Kristrún Lind Birgisdóttir eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs stýrir ráðstefnunni. Aðrir sem fram koma eru: 

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármálaráðherra. Gæðastarfshættir í skólum, fjárfesting til framtíðar. 

Nemendur úr Ásgarðsskóla - skóla í skýjunum - Hvað er góður skóli? 

Ásta Bjarney Elíasdóttir skólastjóri Breiðholtsskóla Að breyta orðræðu um og við nemendur. 

Arndís Anna Jakobsdóttir aðstoðarskólastjóri í Auðarskóla. Námsvísar í leikskólastarfi. Að hafa yfirsýn yfir gæðastarf með aðstoð námsvísa. 

Heimir Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar ávarpar ráðstefnuna og fjallar um innleiðingu menntastefnu Akureyrarbæjar með gæðaráðum leik- og grunnskóla. Skólaprófíll vísar veginn til umbóta. 

Gunnþór E. Gunnþórsson ráðgjafi í Ásgarði. Skoðunarvottorð leik- og grunnskóla á mannamáli. 

Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins. Nýsköpun í grunnskólum. Samþætting nýsköpunar, samfélags og atvinnulífs. 

Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri Brekkuskóla. Að koma á skilvirku gæðaráði og ná árangri með gæðastarfi með skipulögðum hætti. 

Héðinn Svarfdal. Stjórn heimilis og skóla. Fyrirmyndarsamstarf við foreldra í leik- og grunnskólum. 

Aðalheiður Skúladóttir skólastjóri Giljaskóla. Að finna leiðir til þess að gæðarýna skipulag læsis og bregðast við niðurstöðum PISA 

Esther Ösp Valdimarsdóttir skólastjóri Ásgarðsskóla - skóla í skýjunum. Námsmat með nemendum og foreldrum. 

Helga María Þórarinsdóttir leikskólastjóri og Ingi Jóhann Friðjónsson aðstoðarleikskólastjóri í Lundarseli/Pálmholti. Þegar gæðaviðmið segja það sem liggur í loftinu. 

Kristrún Lind Birgisdóttir eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs. Persónumiðað skólastarf fyrir öll börn - það er góður skóli!

Karítas Sigurlaug Ingimarsdóttir og Steinunn Ragnarsdóttir. Gæðastarf með 5 ára nemendum við Grunnskóla Bolungarvíkur. 

Arna Vilhjálmsdóttir og Maggý Hjördís Keransdóttir kennarar. Valda í Skjalda. Kvikmyndahátíð grunnskólanema á Patreksfirði. Gæðavottað nýsköpunarverkefni.

Nánari upplýsingar á Facebook viðburði ráðstefnunnar eða í tölvupósti asgardur@ais.is 

Hlökkum til að sjá sem flest!

 


Skoða allar upplýsingar