Leiðsagnarnám með áherslu á námsmarkmið og viðmið um árangur (heill dagur).
Leiðsagnarnám með áherslu á námsmarkmið og viðmið um árangur (heill dagur).
Afhending ekki fyrir hendi
- Heiti: Leiðsagnarnám með áherslu á námsmarkmið og viðmið um árangur
- Lengd: Heill dagur
- Staðsetning: Fjarnámskeið eða staðnámskeið.
Markmið námskeiðsins/starfsdags:
-
Aðalmarkmiðið er að dýpka skilning kennara á leiðsagnarnámi, með sérstakri áherslu á mótun og nýtingu skýrra námsmarkmiða og viðmiða um árangur sem styðja við námsframvindu og farsæld nemenda.
- Notkun matskvarða og gátlista.
- Uppbyggileg endurgjöf.
- Virk þátttaka nemenda í náminu.
- Samtöl og samræða í námi.
- Leiðir til að auka sjálfstæði og ábyrgð nemenda.
Inntak og fyrirkomulag: Námskeiðið hefst á fræðsluerindi þar sem kynntar verða áherslur námskeiðsins, nýjustu kröfur Aðalnámskrár, OECD og Unesco og hagnýt nálgun á innleiðingu þeirra í skólastarfi, með sérstakri áherslu á gæðastarf.
Eftir fræðsluerindið er hópnum skipt niður svo þátttakendur geti tengt efnið við eigið starfsumhverfi, greint styrkleika í starfi sínu og fundið tækifæri til umbóta. Áhersla er lögð á að kennarar geti sett sér markmið um að innleiða ákveðna þætti og skapað lærdómssamfélag um innleiðinguna innan skólans.
Styrkur
- Kennarar geta sótt um styrk til KÍ.
- Kennarar geta skráð námskeiðið sem persónulega endurmenntun og fengið sérstakt viðurkenningarskjal með staðfestingu á hæfni.
Kennarar á námskeiðum Ásgarðs
Anna María Þorkelsdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og sérfræðingur í leiðsagnarnámi og upplýsingatækni.
Kristrún Lind Birgisdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og framkvæmdastjóri.
Tinna Björk Pálsdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og sérfræðingur í leiðsagnarnámi og upplýsingatækni.
Deila
