Sleppa vöruupplýsingum
1 af 1

Samræmt námsmat og gerð kennsluáætlana í grunnskólum (hálfur dagur).

Samræmt námsmat og gerð kennsluáætlana í grunnskólum (hálfur dagur).

Verð 119.350 kr.
Verð Útsöluverð 119.350 kr.
Útsala Uppselt
Virðisaukaskattur innifalinn ef við á Sendingarkostnaður reiknast út frá magni ef við á
    • Heiti: Samræmt námsmat og gerð kennsluáætlana í grunnskólum
    • Lengd: Hálfur dagur
    • Staðsetning: Fjarnámskeið eða staðnámskeið. 

    Markmið námskeiðsins/starfsdags:

    • Að laga námsmat skólans að áherslum aðalnámskrár.
    • Efla gagnsæi námsmats fyrir foreldra, nemendur og kennara.
    • Einfalda framkvæmd námsmats.
    • Tengja námsmat leiðsagnarnámi.
    • Styðja við faglega þróun kennara í samræmi við áherslur Menntastefnu Íslands til 2030 og Aðalnámskrár grunnskóla
    • Efla lærdómssamfélag skólans með áherslu á skýra matskvarða við námsmat og kerfisbundna endurskoðun 
    • Tenging námsmats við gæðastarf skólans. 

    Inntak og fyrirkomulag: Námskeiðið hefst á fræðsluerindi þar sem kynntar verða áherslur námskeiðsins, nýjustu kröfur Aðalnámskrár, OECD og Unesco og hagnýt nálgun á innleiðingu í skólastarfi, með sérstakri áherslu á gæðastarf

    Eftir fræðsluerindið er hópnum skipt svo þátttakendur geti tengt efnið við eigið starfsumhverfi, greint styrkleika í starfi sínu og fundið tækifæri til umbóta. Námskeiðinu lýkur með gerð umbótaáætlunar og langtímaáætlun um innleiðingu og skipulag sem hentar viðkomandi menntastofnun. 

    Styrkur

    • Kennarar geta sótt um styrk til KÍ.
    • Kennarar geta skráð námskeiðið sem persónulega endurmenntun og fengið sérstakt viðurkenningarskjal með staðfestingu á hæfni.

    Kennarar á námskeiðum Ásgarðs   

    Anna María Þorkelsdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og sérfræðingur í leiðsagnarnámi og upplýsingatækni.

    Kristrún Lind Birgisdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og framkvæmdastjóri.

    Tinna Björk Pálsdóttir - Kennsluráðgjafi, námsgagnahöfundur og sérfræðingur í leiðsagnarnámi og upplýsingatækni.



Skoða allar upplýsingar