Flokkar: Námskeið og starfsdagar fyrir skóla og menntastofnanir

Í ár bjóðum við hjá Ásgarði upp á fjölbreytt námskeið sem styðja við faglega þróun og innleiðingu nýrra nálgana í skólastarfi. Námskeiðin nýtast kennurum, skólastjórum og öðru starfsfólki beint í starfi og henta sérlega vel fyrir starfsdaga kennara. Við leggjum áherslu á að efla færni kennara til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda á einfaldan hátt og bendum á lausnir sem byggja á farsæld og fjölbreyttum kennsluháttum. Námskeiðin henta öllum skólastigum og eru leidd af reyndum ráðgjöfum Ásgarðs. Hægt er að bóka stök námskeið eða starfsdaga, aðlaga einstök námskeið, hanna sérstök námskeið eða setja saman röð námskeiða yfir lengra tímabil.